Um mig

Ég heiti Jóhanna Guðríður, er 63 ára kennslukona. Bý með mínum besta manni í Garðabæ ásamt og eldri syninum. Sá yngri á heima í nágrenni Vancouver í Kanada með sinni spúsu og ketti. Ég kenni íslensku og heimilisfræði í Flataskóla í Garðabæ.

Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð og bókmenntum. Nýtti þessi áhugamál sem kjörsvið í kennaranáminu og uppgötvaði þar hvað næringarfræði er spennandi vísindagrein og má segja að ég hafi brennandi ástríðu fyrir flestu sem snýr að næringu.

Foreldrar mínir og systkini deila þessum áhuga mínum á bakstri og eldamennsku og sama má segja um ömmurnar og móðurafann sem kenndu mér margt gott og nytsamlegt. Guðríður, móðuramman (fædd 1909) lagði metnað sinn í að hafa margar sortir með kaffinu og þegar gesti bar að garði. Hlíf, föðuramman (fædd 1899) sagði að það væri vel hægt að búa til veislu með einum góðum osti, sultu og heimagerðu hafrakexi. Það var líka hún sem kenndi mér að meta gráðost.